Ráðist á pilt á heim­leið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.