„Ég hef sagt í mörg ár ég sé alveg að fara að hætta og ég stend enn við það,“ segir Ómar Sigurðsson, skipstjóri á uppsjávarskipinu Aðalsteini Jónssyni SU 11. Hann segir sjómennskuna hafa verið skemmtilegri þegar hann byrjaði til sjós 1976 með mörgum litríkum karakterum. „Ef atvinnuvegaráðherra hefði pung myndi hún gefa út loðnukvóta sem skiptir máli fyrir okkur öll,“ segir hann um horfurnar í loðnunni.