Dagur Dan Þórhallsson fer úr sólinni á Flórída í kuldann í Kanada eftir viðburðarríkan vetur vestanhafs. Erfitt reyndist að vera hinum megin á hnettinum þegar móðir hans greindist með krabbamein en föðurhlutverkið hefur á sama tíma verið honum þroskandi.