Mælingin skárri undir vélarhlífinni

Nýleg verðbólgumæling Hagstofunnar er betri undir yfirborðinu en fyrstu viðbrögð gefa til kynna. Þetta kemur fram í greiningu frá Hafsteini Haukssyni aðalhagfræðingi Kviku. Verðbólgumæling Hagstofunnar fyrir desembermánuð sem gefin var út í gær sýndi að verðbólgan hækkaði úr 3,7% í 4,5%.