Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þor­lákur

Þorláksmessan er mörgum dagur síðustu handtaka og óyfirstrikaðra lista. Verslanir borgarinnar eru opnar og fullar af fólki langt fram eftir kvöldi. Klakalagðar götur miðbæjarins eru troðnar og slabbið spýtist upp undan hjólbörðunum á helstu umferðaræðum, enda jólin á morgun og alltaf er eitthvað sem eftir á að gera. Í öllu áreitinu ber nafn Þorláks helga oft á góma, oft bara lesið upp af Vísindavefnum af símaskjám sem svar við spurningunni: „Hver var þessi Þorlákur eiginlega sem gaf deginum í dag nafn sitt?“