Óbyggðanefnd lýkur störfum – síðasti úrskurður í gær

Óbyggðanefnd kvað 22. desember 2025 upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um var að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar. Nú að lokinni málsmeðferð vegna eyja og skerja hefur óbyggðanefnd fjallað um mörk þjóðlendna og eignarlanda á landinu öllu. Þar með hefur nefndin lokið hlutverki sínu […]