Ölduhæð við Vík minni en þegar flóðið varð

Vík í Mýrdal ætti að sleppa þokkalega þrátt fyrir veðrið sem spáð er á morgun. Reiknað er með 5-6 metra ölduhæð við strendur Víkur, sem er töluverð ölduhæð en þó heldur minna en þegar mikill sjó gekk á land austan við Vík á föstudaginn og olli miklu flóði.