Trump „verður að fá“ Grænland

Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir mjög mikilvægt að Bandaríkin „komist yfir“ Grænland til að tryggja þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann ítrekaði þetta á blaðamannafundi í gær, en á sunnudag skipaði hann sérstakan erindreka Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi, Jeff Landry.