Draugar fortíðar ganga aftur

Franski spítalinn er sjálfstætt framhald Reykjavíkur (2022) eftir glæpasagnatvíeykið Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. Lesendur endurnýja kynnin við Sunnu sem starfar nú sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir að hafa leyst ráðgátu fyrri bókarinnar. Sunna hefur áhuga á að afhjúpa aðra stórfrétt en er þess í stað beðin um að fara austur á land að vinna greinabálk um sjávarútvegs- og samgöngumál...