Vestfirðir: miklar rigningar framundan

Veðurspár gera ráð fyrir mikilli rigningu og hlýindum næstu daga á Vestfjörðum og Vesturlandi. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar vill vekja athygli á auknum líkum á grjóthruni og skriðum á vegum sem liggja undur bröttum hlíðum. Færð á vegum er almennt góð en hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum. Veðurstofan spáir vaxandi sunnanátt í dag, 13-23 m/s […]