Mzungu eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, höfund bókarinnar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og stormsveipur inn í íslenska jólabókaflóðið, klædd æpandi, appelsínugulri kápu. Þar er fjallað um Huldu, íslenska konu sem heldur til Kenía til að starfa á munaðarleysingjahæli hins íslenska Skúla, fyrrum fíkils sem hefur snúið við blaðinu. Ásamt Huldu á ferðalaginu eru Dagur, 18...