Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra að veita Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 25 milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til að styðja við uppbyggingu björgunarmiðstöðva aðildarsveita félagsins. Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi. Björgunarsveitir hafa um árabil sinn margvíslegum verkefnum á sviði almannavarna og vilja stjórnvöld standa þétt við bakið á því […]