Íslendingar verja nær 8 prósentum tekna í jólagjafir – meira en Danir, minna en Norðmenn

Íslensk heimili verja nær átta prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í jólagjafir og eru næstneðst á lista yfir hvað Norðurlandaþjóðirnar eyða hlutfallslega í gjafir. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Nordregio, sem er alþjóðleg rannsóknarstofnun stofnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Samkvæmt samantektinni verja Íslendingar að jafnaði 7,91 prósentum af ráðstöfunartekjum heimila í desember í jólagjafir. Það er minna en í Noregi og...