„Þetta er algjörlega agalegt ástand sem á sér stað þarna og framganga Bandaríkjastjórnar á Kyrrahafi er auðvitað ekkert annað en hernaðarleg árás á fullvalda ríki, þótt enn hafi ekki komið til íhlutunar á landi,“ segir dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við mbl.is.