Svona eru jólin hjá formönnum stjórnmálaflokkanna

Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eiga það margir sameiginlegt að klára það sem gera þarf fyrir jólin á Þorláksmessu. Inga Sæland segist nýta daginn til að gera allt það sem gera þurfi fyrir jólin. Þingmennirnir setja ekki allir X við skötuna á Þorláksmessu. „Við fjölskyldan fórum oft að borða pizzu niðri í bæ,“ segir Kristrún Frostadóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ekki skipta máli hversu mikið smjör hún kaupi, þegar eldamennskan hefjist á aðfangadag vanti alltaf smá smjör. „Það er nógu erfitt að finna gjöf fyrir sína eigin konu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, spurður hvað hann myndi gefa Kristrúnu í jólagjöf sem myndi gleðja hana. „Kannski bara einhverja flotta dragt.“ Viðtöl við formennina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.