Jólaklippingin í ár er mullet að sögn Heiðdísar Austfjörð hárgreiðslukonu. „Þetta er eiginlega komið og farið,“ segir hún. Fyrir mörgum er nauðsynlegt að komast í klippingu fyrir jólin, þó eru ekki allir svo heppnir að fá tíma fyrir jól því það er líklega hvergi meira að gera á aðventunni en á hárgreiðslustofum. Heiðdís segir jólin alveg koma þó að jólaklippingin náist ekki. Óðinn Svan Óðinsson heimsótti hárgreiðslustofu á Akureyri í jólaþætti Kastljóss og ræddi við hárgreiðslukonur og viðskiptavini.