Blússandi hag­vöxtur í Banda­ríkjunum

Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum.