Sambúðarfólk var í dag sýknað af ákæru vegna ólögmæts lyfjainnflutnings þar sem upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar um gildandi reglur og þar með leyfilegt magn voru rangar. Var því talið að fólkið hefði verið í góðri trú og að huglæg skilyrði fyrir broti hafi skort. Lyfin voru öll samkvæmt lyfseðli og ætluð til eigin nota.