Stærsta fangelsi landsins, Litla-Hraun við Eyrarbakka á Suðurlandi, er „á floti“ í fíkniefnum og neysla þar algeng meðal fanga. Auðveldara er jafnvel að verða sér úti um fíkniefni á Hrauninu en utan fangelsisveggjanna. Umhverfi þetta er afleitt fyrir fanga sem glíma við fíknivanda og þrá bata. Þetta segja fangar sem Morgunblaðið ræddi við.