Vasaljósaganga í Guðmundarlundi

Jólaleg ævintýraganga í Guðmundarlundi er spennandi fjölskylduupplifun. Margt leynist í myrkrinu og gott er að hafa vasaljós meðferðis. Ungir sem aldnir feta gönguleið í myrkum skóginum. Á röltinu má styðjast við kennileiti og vegvísa. Í skóginum leynast íslenskir jólavættir sem segja sögur og gantast við yngstu kynslóðina. Þar má telja Grýlu og Leppalúða, syni þeirra, jólasveinana, og fleiri tröllabörn. Anna Bergljót Thorarensen skapaði ævintýri í jólaskógi á miðju covid-tímabilinu og þannig færðist sýningin út í skóg til að mæta sóttvarnarlögum. Ekki þótti ástæða til að færa sýninguna inn í hús, enda skógarganga einkar skemmtileg útivist og tekur sýningin breytingum á hverju ári. Leiðangrinum lýkur með heitu kakói, piparkökum og jafnvel jólasveinaknúsi.