Leikmenn og þjálfarar Benín voru æfir eftir að hafa verið neitað um vítaspyrnu í 1-0 tapi fyrir Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í D-riðli Afríkumótsins í gær. VAR-búnaður á vellinum bilaði svo dómari leiksins gat ekki endurskoðað atvikið.