Jólabarn í orðsins fyllstu merkingu

Er bjöllurnar voru nýbúnar að hringja inn jólin þann 24. desember 1985, fyrir sléttum 40 árum síðan, fæddist Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi í Bolungarvíkurkaupstað. Hún er því jólabarn í orðsins fyllstu merkingu og reifar í samtali við mbl.is hvernig deginum var og er fagnað.