Ísland er opið 365 daga á ári

„Við eigum von á því að það verði svipað og undanfarin ár. Þetta eru á milli 30-40 þúsund manns sem eru hérna í einu yfir jól og áramót, þessa viku eða tíu daga,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, við Morgunblaðið, spurður um hversu mörgum erlendum ferðamönnum megi búast við hér á landi yfir hátíðirnar.