Sennilega „toppurinn af ísjakanum“ sem komi í messu

Ungt fólk, einkum karlar, virðist vera farið að sækja kirkju í auknum mæli. Í Neskirkju hefur orðið vart við áhuga ungs fólks eftir heimsfaraldurinn og að sögn sóknarprests eru kollegar hans að sjá þá þróun annars staðar. „Flest eru þetta piltar. En það eru einhverjar stúlkur líka,“ segir séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Í hverri messu segir Skúli yfirleitt...