Þrír hafa látist í miklum flóðum í í Kaliforníuríki, í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir í gær vegna öflugs storms, með mikilli rigningu, sem gengur yfir. Stormurinn hefur valdið rafmagnsleysi og tré hafa fallið á vegi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gefið út fyrirmæli um að rýma skuli heimili á hættusvæðum. Veðurfræðingar hafa varað við versnandi veðri næstu daga. Skemmdir hafa orðið á vegum vegna flóðanna.AP/FR159296 AP / Wally SkalijAP/FR159296 AP / Wally Skalij