Verðlaunamyndin Snerting með Egil Ólafsson í aðalhlutverki verður á dagskrá á jóladag. Í myndinni, sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, segir frá manni á áttræðisaldri sem leggur upp í ferð yfir hálfan hnöttinn í leit að skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður.