Kristrún er sprenglærð á píanó, kláraði 7. stig í píanónámi. Þá lærði hún einnig á harmónikku - aðallega til þess að geta spilað undir í fjöldasöng í fjölskylduboðum. „Ég notaði tónlist mjög mikið og var að semja og svona og það hjálpaði mér ótrúlega mikið,“ segir Kristrún og staðreyndin að hún hafi verið að semja tónlist vekur athygli. „Ég veit nú ekkert hversu gott þetta var. En ég fékk útrás með þessu og ég átti alveg tímabil í lífinu þar sem ég hélt að ég myndi gera eitthvað meira við þetta. Ekkert stórbrotið, ætlaði kannski að fara í meira píanónám og gera eitthvað,“ segir Kristrún og bætir svo við að hún sé með mjög praktískt bein í sér og hafi því frekar leitað í öryggið að vera í bóknámi. Þú getur hlustað á viðtalið í spilaranum að ofan, í RÚV-appinu eða spilara RÚV á ruv.is .