Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega.