Vegir, jafnvel þótt þeir séu fáfarnir, hafa áhrif á varp fugla og greinilegt er að fuglar verpa síður í nágrenni við þá. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem byggist á fuglatalningum á láglendi á Suður- og Vesturlandi en grein um rannsóknina birtist nýlega í tímaritinu Journal of Avian Biology.