Vann 1,8 milljarða dala í lottó á aðfangadag

Bandaríkjamaður er 1,8 milljörðum dala ríkari eftir að hafa hneppt næststærsta lottóvinning fyrirtækisins Powerball í sögu Bandaríkjanna í gær. Powerball greindi frá þessu í dag. Sá heppni býr í Arkansas og getur valið milli þess að fá vinninginn greiddan út í þrjátíu árlegum greiðslum eða að fá eingreiðslu upp á 834,9 milljónir dala fyrir skatt. Það jafngildir rúmlega hundrað milljörðum íslenskra króna. Stærsti lottóvinningur Bandaríkjanna var 2,04 milljarðar dala árið 2022 og var sá miði keyptur í Kaliforníu. Mynd er úr safni.Pexels / Karola G