„Það sem við finnum mest fyrir á þessum árstíma er að fólk er að velta fyrir sér samskiptum, það er missir og sorg,“ útskýrir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Önnur algeng símtöl á þessum árstíma snúa að einmanaleika og kvíða. Spurð hvort það sé viðbúið að slík mál komi upp á þessum tíma árs...