Er tíma­bili friðar að ljúka árið 2026?

Evrópa lýkur árinu 2025 í öryggisumhverfi sem er brothættara en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Veiking öryggisskuldbindinga Bandaríkjanna, stöðug útvíkkun blandaðra, rússneskra árása og óútreiknanleg stefna Washington í utanríkismálum undir stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa sameinast um að ýta álfunni inn í tímabil djúprar stefnumótandi óvissu.