Fluttur á bráðamóttöku eftir höfuðhögg með glasi

Lögregla var jafnframt til kölluð vegna óvelkomins gests uppi á háalofti.RÚV / Ragnar Visage Maður var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar í nótt eftir að hafa verið barinn í höfuðið með glasi. Samkvæmt pósti frá lögreglu er ekki vitað hve alvarlegir áverkar hans eru. Búið er að handtaka einn einstakling sem grunaður er í málinu og hefur hann verið vistaður í þágu rannsóknar. Annars staðar var óskað eftir aðstoð lögreglu í nótt þar sem óvelkominn einstaklingur hafði komið sér fyrir uppi á háalofti.