Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið.