Árið 1960 skapaðist jólahefð sem hefur staðið Vestmannaeyingum nærri alla tíð síðan. Á aðventunni hvert ár er lagt kapp á að skreyta kirkjugarðinn. Birtan lýsir jólamyrkrið upp með sínum fegurstu litum og ljósadýrð garðsins eykst hverja helgi í desember. Þessi siður hefur haldist æ síðan. Skömmu eftir gos fór Vestmannaeyingurinn Steisi að hjálpa til við ljósaskreytingar í kirkjugarðinum. Hann var þá ungur að árum og hefur staðið vaktina á hverjum jólum upp frá því. „Eftir gos var hér algert myrkur og þá var það bara Hekluúlpan, vettlingar og föðurlandið.“ Töluvert bras fylgir því að setja upp krossa, tengja perur og víra en Steisi hefur enn gaman af þessu og finnur fyrir þakklæti heimamanna fyrir viðvikið. „Ef maður kemst ekki í jólaskap við þetta þá er það bara ekki hægt.“