Upphaf gríska geitasöngsins

Enginn veit nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerðist. Það var samt einhvern veginn svona: Eskýlos frá Elevis sat flötum beinum á gólfinu í glæsihúsi sínu í Kerameikos-hverfinu undir Akropolishæð í Aþenu. Hann mundaði stílvopn sitt yfir papýrusrúllu þar sem hann var byrjaður að festa á blað nýjan harmleik. Hann var kominn með nafnið á harmleiknum. Myrmidónes átti hann að heita,...