Alfons Sampsted spilaði rúmar þrjátíu langþráðar mínútur í 1-1 jafntefli Birmingham City og Derby County í ensku Championship deildinni. Willum Þór Willumsson kom einnig við sögu en bæði lið enduðu með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum.