Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasar­mynd Balta

Ný stikla væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Apex, var birt í gær. Um er að ræða hasarmynd, en í stiklunni fáum við að sjá brot úr harkalegum eltingaleik um óbyggðir Ástralíu.