Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool

Manchester United tekur á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta verður fyrsti leikur heimsmanna án meidda fyrirliðans Bruno Fernandes sem verður frá næstu vikurnar. United kemst upp í fimmta sæti og upp fyrir Liverpool með sigri en Newcastle á möguleika á að hoppa upp í sjöunda sæti og upp fyrir heimamenn í United.