Flug í nótt en taskan með gjöfunum og fötum horfin

18 ára drengur varð fyrir þeim leiðindum fyrr í dag að ferðataska, sem hann hugðist taka með sér í níu daga utanlandsferð, hvarf á leið hans með Strætó frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Í töskunni voru jólagjafir, peningar og öll föt drengsins fyrir ferðina. Óttast er að taskan hafi ekki verið tekin í misgripum.