Perry Bamonte, gítarleikari ensku hljómsveitarinnar The Cure, er látinn eftir skammvinn veikindi 65 ára að aldri. Robert Smith, Simon Gallup, og Perry Bamonte árið 2004.AP / Chris Pizzello Greint var frá andláti Bamontes á vefsíðu sveitarinnar sem hann gekk til liðs við að fullu árið 1990. Hann starfaði með The Cure til 2005 og aftur óslitið frá 2022. Áður hafði farið með sveitinni í nokkrar tónleikaferðir. Í yfirlýsingunni segir að Bamonte verði sárt saknað, hann hafi verið mikilvægur þáttur í tónlistarsköpun The Cure, sem var stofnuð árið 1976. Bamonte hafi verið hæglátur og jafnframt ákafur, fullur innsæis og með gríðarmikla sköpunargáfu.