Góður sigur Man Utd. sem er nú í fimmta sæti

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld þegar Manchester United tók á móti Newcastle. Patrick Dogu kom Man Utd. yfir á 24. mínútu með glæsilegu marki og skotið nánast óverjandi. Patrick Dorgu og félagar fagna markinu.EPA / ADAM VAUGHAN Þrátt fyrir að Newcastle hafi verið ráðandi í seinni hálfleik tókst liðinu ekki að brjótast inn fyrir varnir heimamanna sem stilltu upp þéttri varnarlínu. Því urðu lokatölur 1-0 fyrir Man Utd. sem er nú í fimmta sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur 18. umferðar og verður hún öll leikinn um helgina. Hefð er fyrir því að nokkrir leikir séu á dagskrá á öðrum í jólum í deildinni en í ár var það aðeins þessi eini leikur.