Um það bil 1.500 flugferðum hefur verið frestað eða aflýst í miðvestur- og norðausturhluta Bandaríkjanna vegna sjókomu og illviðris. Meira en helmingur þeirra átti að fara um þrjá flugvelli New York-borgar. Næstum sex þúsund ferðum var frestað. Umferð er yfirleitt mjög mikil í kringum jólin. Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir Pennsylvaníu, New Jersey og Connecticut ásamt hluta Michigan, Massachusetts og Rhode Island. Veðurstofa Bandaríkjanna hvetur vegfarendur á jörðu niðri einnig til að gæta mikillar varúðar. Viðvaranirnar hafa áhrif á líf meira en 40 milljóna auk þess sem úrhellisrigning í Kaliforníu snertir 30 milljónir til viðbótar. Íbúar New York mega búast við allt að 25 sentímetra djúpum snjó. Ekki hefur snjóað meira þar í fjögur ár og borgarstjórinn Eric Adams segir allt kapp verða lagt á að ryðja helstu leiðir.