Senn nálgast áramót og þá hefur skapast sú hefð að kveðja gamla árið með ljósadýrð og hvelli. Í hugum margra eru flugeldar ómissandi hluti af áramótunum en þeir eru ekki hættulausir og mikilvægt að fara að öllu með gát svo gleðin snúist ekki í angist þegar nýtt ár gengur í garð.