„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum.