Jón Ingi Ingibergsson, verðandi forstjóri PwC á Íslandi, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.