Er jólalag Lennons besta Bítlalagið og á það eftir að lifa lengst allra Bítlalaga?

Í Jólarokklandi í ár var fjallað um lagið happy Xmas war is over sem John Lennon og Yoko Ono gáfu út í dsemember árið 1971 og hefur verið tíður gestur á vinsældalistum heimsins síðustu árin og náði hæst þetta árið í 17. sæti breska listans þegar nýr listi var opinberaður í gær. Bítlarnir lögðu upp laupana árið áður og John ákvað með Yoko að nota frægðina til að láta gott af sér leiða og auglýsa frið um allan heim. Lagið Happy Xmas war is over er hluti af þeirri herferð sem hófst með Bítlalaginu Give peace a chance 1969 og lifir svo í friðarsúlunni í Viðey. Og skilaboðin eru þessi: Stríðið er búið – ef ÞÚ vilt það.