Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“

Það virðist sem tveir aðilar í heiminum hafi fundist Khuliso Mudau brjóta á Mohamed Salah í leik Suður-Afríku við Egyptaland í Afríkukeppninni í gær. Því miður fyrir þá suðurafrísku voru það dómari leiksins og VAR-dómarinn.