Stjórnvöld í Sómalíu hafa fordæmt ákvörðun Ísraels um að viðurkenna, fyrst ríkja, sjálfstæði Sómalílands og krefjast þess að Ísrael dragi ákvörðunina til baka. Sómalíland var sjálfsstjórnarhérað í Sómalíu en lýsti einhliða yfir sjálfstæði 1991. Síðan þá hefur það kallað eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Ali Omar, utanríkisráðherra Sómalíu, sagði í viðtali við Al Jazeera að stjórnvöld myndu leita allra diplómatískra leiða til að mótmæla ákvörðuninni. Hann segir ákvörðunina sýna árásargirni Ísraels og lýsti henni sem afskiptum af innanríkismálum landsins. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hringdi í forseta Sómalílands til að segja honum frá ákvörðun Ísraels. Myndin er úr safni.EPA / ABIR SULTAN / POOL