Selfyssingar boða verðlækkun í vor

Það er ekki á hverjum degi sem sendar eru út fréttir um verðlækkanir. Það vekur því sérstaka athygli þegar Stangaveiðifélag Selfoss birti um það tilkynningar á síðum félagsins á samfélagsmiðlum að þeir ætla að lækka verð á veiðileyfum í vor.